Skilmálar
Ef varan uppfyllir ekki þarfir þínar eða kröfur þá hefur þú 2 vikur til að skila vörunni aftur til okkar. Skilafrestur gildir frá dagsetningu sendingarinnar frá okkur og þar til sendinginn er aftur póstlögð til okkar. Hægt er að velja um fulla endurgreiðslu eða skipti í aðra vöru eða stærð. Vörum þarf að skila í upprunalegu ástandi, eðlilega er ekki hægt að skila notuðum vörum.
Vörur
Við leggjum okkur fram um að sýna allar vörurnar okkar í réttum litum. Það er hins vegar útilokað að ábyrgjast alveg rétt litbrigði eins og þau birtast á þínum tölvuskjá vegna þess að vefmyndir búa við ákveðnar tæknilegar takmarkanir.
Skilaréttur
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi og enn með merkimiðanum. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er hefur verið móttekin af söluaðila. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd og ber viðkomandi að borga undir pakkann ef hann ætlar að skila vörunni póstleiðis.
Vörur sem keyptar eru á útsölu fást ekki skilað fyrir endurgreiðslu en velkomið er að skipta í aðra útsöluvöru. Ef varan er óhrein, skemmd, ekki með miðanum á eða ekki skilað innan þessa tímaramma þá tökum við ekki á móti skilunum og sendum vöruna aftur til baka.
Ef upp kemur galli eða eitthvað af ofangreindum atriðum skal hafa samband strax við verslunina í síma 893-8242. Þú getur einnnig sent okkur póst á msport@msport.is og tilgreina galla. Vörunni skal skilað innan þriggja sólarhringa frá móttöku eða vera póstlögð innan þess tímaramma.
Best er að hafa samband við okkur strax á facebook https://www.facebook.com/msportakureyri/ eða í síma 893-8242. Einnig er hægt að hafa samband í gegnum netfangið: msport@msport.is
Sendingar
Við sendum vörurnar þínar frítt. Pantanir eru póstlagðar einum virkum degi eftir að greiðsla hefur borist en það getur tekið 2 – 4 virka daga fyrir sendinguna að berast og jafnvel lengur ef Herjólfur siglir ekki vegna veður. Við sendum vörurnar með bréfapósti Íslandspósts og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningskilmálar Íslandspóst um dreifingu og afhendingu. Það má lesa um þá hér: http://www.postur.is. Msport tekur ekki ábyrgð á vöru eftir að hún hefur verið póstlögð.
Verð
Öll verð í netverslun eru með 24% virðisaukaskatti (VSK). Vinsamlegast athugaðu að verð í netverslun geta breyst án fyrirvara, vegna rangra verðupplýsinga eða prentvillna.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem að hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
Greiðslufyrirkomulag
Þegar þú gengur frá pöntun getur þú valið um að greiða með millifærslu, debetkorti, kreditkorti eða Netgíró. Við notum örugga greiðslugátt frá Valitor á Íslandi.
Þegar greitt er með Netgíró sendum við pöntunina strax af stað til þín líkt og venjulega, en þú færð greiðsluseðil á heimabankann þinn sem þarf að greiða innan 14 daga. Einnig er hægt að skipta Netgíró greiðslum niður í raðgreiðslur. Nánari upplýsingar um Netgíró má finna á www.netgiro.is.
Ef valin er millifærsla er nauðsynlegt að heildarupphæðin sé greidd inn á reikninginn sem gefinn er upp innan 5 klukkustundar frá því að pöntunin er staðfest, annars fellur hún niður. Þegar pöntun hefur verið staðfest og greidd, pökkum við henni og sendum samdægurs eða næsta dag.
Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.
Endilega hafið samband ef eitthvað er óskýrt – hlökkum til að eiga áfram ánægjuleg viðskipti við ykkur!
MSPORT ehf – Íþrótta og útivistarverslun
Sími: 893-8242
Netfang: msport@msport.is
Facebook: facebook.com/msportakureyri/
Kt. 490120-0920
VSK: 136798